Eiðs alltaf minnst fyrir tíma sinn hjá Chelsea

„Eiðs Guðjohnsen verður alltaf minnst fyrir tíma sinn hjá Chelsea,“ segir í umfjöllun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fyrir stórleik Chelsea og Tottenham sem fram fer á Stamford Bridge í Lundúnum á sunnudaginn kemur.

Eiður Smári lék með Chelsea á árunum 2000 til 2006 þar sem hann skoraði 78 mörk í 262 leikjum fyrir félagið.

Hann gekk til liðs við Tottenham árið 2010 á láni frá Mónakó í Frakklandi og lék fjórtán leiki með liðinu þar sem hann skoraði tvö mörk.

„Íslenski sóknarmaðurinn náði sér aldrei á strik hjá Tottenham og skoraði einungis eitt mark fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni,“ segir ennfremur í umfjöllun ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikur Chelsea og Tottenham verður sýndur beint á Síminn Sport á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert