Hollendingurinn valinn stjóri mánaðarins

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Oli Scarff

Hollendingurinn Erik ten Hag, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United, hefur verið útnefndur stjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Man. United vann báða leiki sína í mánuðinum, 1:0 á útivelli gegn botnliði Leicester City, og 3:1 á heimavelli gegn toppliði Arsenal.

Flest lið léku aðeins tvo leiki í deildinni í mánuðinum eftir að leikjum var frestað vegna fráfalls Elísabetar II Englandsdrottningar.

Ten Hag tók við Man. United í sumar og því er þetta í fyrsta skipti sem hann vinnur til verðlaunanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert