Eiður Smári: Alltaf sama sagan

Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport.

Á meðal þess sem þau ræddu var möguleg vítaspyrna sem Liverpool átti að fá seint í leik sínum við Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.

Luis Díaz fór þá niður innan teigs, en fékk ekkert fyrir sinn snúð. Skömmu síðar var dæmt á Liverpool fyrir litlar sakir.

Eiður Smári benti á að alltaf væri þetta sama sagan að sóknarmenn fá lítið frá dómurum, en hann var fremsti sóknarmaður Íslands á sínum tíma. 

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert