Verður frá í rúman mánuð

Charles de Ketelaere og Wesley Fofana í baráttunni í leik …
Charles de Ketelaere og Wesley Fofana í baráttunni í leik Chelsea og AC Milan á miðvikudagskvöld. AFP/Glyn Kirk

Franski knattspyrnumaðurinn Wesley Fofana, varnarmaður Chelsea, meiddist á hné í 3:0-sigri liðsins á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í vikunni og fór því af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins.

Hann var borinn af velli á börum og var því óttast að um alvarleg meiðsli gæti verið að ræða.

Svo er þó ekki og er reiknað með því að Fofana verði frá í fjórar til sex vikur.

Hann var keyptur til Chelsea frá Leicester City í sumar á um 75 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert