Jesus þarf á aðgerð að halda

Gabriel Jesus (til vinstri) í leik Brasilíu gegn Kamerún þar …
Gabriel Jesus (til vinstri) í leik Brasilíu gegn Kamerún þar sem hann meiddist. AFP/Jewel Samad

Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal og brasilíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í 0:1-tapi Brasilíu gegn Kamerún í G-riðli HM karla í Katar á dögunum.

The Telegraph greinir frá.

Jesus skaddaði liðbönd á hné og er búist við því að hann verði frá í nokkra mánuði að aðgerðinni lokinni, allt að þrjá mánuði.

Lengd fjarveru Jesus fer þó eftir hvernig bataferli hans gengur, sem er persónubundið þegar kemur að meiðslum sem þessum.

Jesus hefur verið lykilmaður hjá Arsenal eftir að hann kom frá Manchester City í sumar þar sem hann hefur hjálpað Skyttunum á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Þar er liðið með fimm stiga forskot á ríkjandi meistara Man. City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert