Yfirgefur Liverpool í sumar eftir einungis árs veru

Lánsdvöl Arthur Melo hjá Liverpool verður ekki lengi í minnum …
Lánsdvöl Arthur Melo hjá Liverpool verður ekki lengi í minnum höfð. AFP/Lindsey Parnaby

Arthur Melo, miðjumaður Liverpool, mun yfirgefa félagið og halda aftur til Juventus þegar lánsdvöl hans lýkur í sumar.

Arthur kom til Liverpool 1. september á síðasta ári en stuðningsmenn Liverpool voru margir hverjir ekkert sérstaklega spenntir fyrir honum. Hann hefur verið í miklum meiðslavandræðum undanfarin ár og var tímabilið í vetur engin undantekning á því.

Hann hefur ekki enn komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni og hefur í heildina einungis spilað 13 mínútur fyrir Liverpool, í 4:1-tapi gegn Napoli í Meistaradeildinni.

Í lánssamningnum var klásúla sem gerði Liverpool kleift að kaupa Arthur á 37,5 milljónir evra. Félagið ætlar sér ekki að virkja þá klásúlu en umboðsmaður leikmannsins sagði hann vera á leið aftur til Juventus.

„Hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann er heill núna en ég held að hann fari aftur til Juventus í sumar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert