Til Englands fyrir 100 milljónir punda?

Victor Osimhen hefur skorað 21 mark í 23 deildarleikjum á …
Victor Osimhen hefur skorað 21 mark í 23 deildarleikjum á tímabilinu. AFP/Marco Bertorello

Nígeríski knattspyrnumaðurinn Victor Osimhen er afar eftirsóttur þessa dagana en stærstu lið Englands hafa öll áhuga á honum.

Osimhen, sem er 24 ára gamall framherji, hefur slegið í gegn með Napoli á yfirstandandi keppnistímabili þar sem hann hefur skorað 21 mark í 23 leikjum.

Football Insider greinir frá því að Chelsea hafi mikinn áhuga á leikmanninum en félagið er í leit að framherja.

Þá greinir miðillinn frá því að enska úrvalsdeildarfélagið sé tilbúið að borga í kringum 100 milljónir punda fyrir leikmanninn sem myndi gera hann að næstdýrasta leikmanni Bretlandseyja.

Chelsea borgaði 107 milljónir punda fyrir Enzo Fernández í janúarglugganum og er hann sem stendur sá dýrasti á Bretlandseyjum en félagið hefur varið mjög háum fjárhæðum í nýja leikmenn frá því Todd Boehly keypti félagið síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert