120 þúsund króna verðlaun á móti í íslenskum leik

Auglýsing fyrir Officer Club-mót KARDS.
Auglýsing fyrir Officer Club-mót KARDS. Grafík/1939 Games/KARDS

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games stendur fyrir móti í stafræna safnkortaspilaleiknum sínum KARDS á morgun, 20. júní.

Mótið ber heitið „Officer Club Tournament“ og munu bestu KARDS-spilarar heimsins keppast um titil sigurvegara og rúmlega 120 þúsund króna verðlaunafé. Hægt verður að fylgjast með keppninni á Twitch-rás KARDS, www.twitch.tv/KARDSccg, og byrjar útsending klukkan 15.

Hvað er KARDS?

KARDS er stafrænn safnkortaspilaleikur sem gerist í heimi seinni heimsstyrjaldar. Slíkir leikir hafa notið síaukinna vinsælda en með því að vera í stafrænu formi nýtist netið í að finna og tengja saman spilara í stað þess að þeir verði að hittast í persónu eins og þegar spiluð eru hefðbundin safnkortaspil eins og Magic: The Gathering.

Nánari upplýsingar um 1939 Games má finna á vefsíðu þess og nánari upplýsingar um leikinn KARDS má finna á vefsíðu leiksins.

Fyrir þá sem gætu hugsað sér að prófa leikinn og kynnast honum nánar þá er einnig hægt að sækja hann frítt á Steam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert