Stikla fyrir nýjan íslenskan leik vekur athygli

Skjáskot úr íslenska leiknum Island of Winds.
Skjáskot úr íslenska leiknum Island of Winds. Skjáskot/YouTube

Stikla fyrir nýjan íslenskan tölvuleik, sem væntanlegur er á næsta ári, var birt í gær. Ber leikurinn nafnið Island of Winds, eða eyja vindanna. Íslenska leikjafyrirtækið Parity sér um útgáfu leiksins.

Ísland á sautjándu öld

Leikurinn gerist á Íslandi á sautjándu öld, en í stiklunni sést íslenskt landslag ásamt torfkofum. Brynhildur er aðalsögupersóna leiksins og þarf hún að leysa ýmis verkefni. Spilarar fylgja ferðalagi Brynhildar þar sem tröll, tröllvaxnar köngulær og aðrar verur verða á vegi hennar.

Stiklan hefur fengið nærri 60 þúsund áhorf fyrsta sólarhringinn á rás vefmiðilsins IGN á YouTube. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert