Spilað í villta vestrinu

Grafík/Rockstar Games/Red Dead Redemption 2

Íslendingar eiga engar rætur að sækja í villta vestrið en það má alltaf láta sig dreyma.

Íslendingar sækja í villta vestrið

Fjölmargir Íslendingar spila tölvuleikinn Red Dead Redemption 2 sem var gefinn út af Rockstar Games árið 2018 en hann er hægt að spila á öllum helstu leikjatölvum.

Tölvuleikurinn gefur leikmönnum sínum kost á að upplifa villta vestrið í hágæða myndgæðum með tilheyrandi tónlist og hljóðum hvar sem er í heiminum.

Óvæntir atburðir eiga sér stað í sögu leiksins

Í RDD2 (Red Dead Redemption 2) er Arthur, aðalsöguhetjan í leiknum, knúinn til þess að taka drastískar ákvarðanir sem snúa að eigin gildum og tryggð hans við gengið sem ól hann upp.

Leikurinn minnir á hinn klassíska GTA - nema með kúrekum, hestum og fjúkandi knippum af uppþurrkuðu illgresi í heitri sólinni.

Leikurinn býr að æsispennandi söguþræði, áhugaverðum persónum og óvæntum atburðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert