Gert að greiða Nintendo 1,3 milljarða

Bowser er gert að greiða Nintendo 1,3 milljarða íslenskra króna …
Bowser er gert að greiða Nintendo 1,3 milljarða íslenskra króna eða tíu milljónir bandaríkjadala. Skjáskot/Nintendo

Gary Bowser, einnig þekktur sem „GaryOPA“, játaði sök sína gagnvart ákærum alríkisins um að hann hefði hannað og selt tæki til þess að sniðganga Switch öryggisráðstafanir sem hluti af Xecuter teyminu.

Hefur hann sæst á að greiða Nintendo tíu milljónir bandaríkjadala í sáttamiðlun en það eru rúmlega 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Nintendo hefur verið að eltast við Bowser og félaga hans árum saman eftir að þeir, teymishópurinn Xecuter, fóru að auglýsa umbreytiskubb (e. modchip) til þess að hjálpa öðrum notendum að brjóta varnir Switch til þess að spila stolna eða vafasama tölvuleiki á þeim.

Þessi nýlega samþykkta sáttamiðlun á enn eftir að njóta undirskriftar dómarans í málinu en hún krefur Bowser einnig um það að afhenda Nintendo allar netskrár og lénsnöfnum tengdum Xecuter. Eins er honum meinað að brjóta gegn höfundarrétti sem og öðrum hugverksrétti Nintendo, beint eða óbeint. Hann má heldur ekki líkja eftir neinum leikjum fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert