Dragonflight kemur fyrr en búist var við

World of Warcraft: Dragonflight er níundi aukapakkinn í World of …
World of Warcraft: Dragonflight er níundi aukapakkinn í World of Warcraft. Grafík/Activision Blizzard

Blizzard staðfesti útgáfudag Dragonflight, nýjasta aukapakkans í tölvuleiknum World of Warcraft, með nýrri stiklu í gær. Vert er að nefna að þetta er níundi aukapakki leiksins frá því hann kom út, fyrir 18 árum síðan.

Þann 28. nóvember kemur Dragonflight út og geta leikmenn þá fengið að prófa nýjasta kynþáttinn, Dracthyr Evokers.

Temja, ríða og sérsníða dreka

Með aukapakkanum fylgir fjöldi breytinga á ýmsum atriðum, má þar nefna breytingar á hæfileikatrjám, valmynd, uppboðshúsinu.

Ný hliðarkunnátta verður einnig kynnt til leiks ásamt sérsníðanlegum dreka-reiðskjótum, en þá er að finna á Drekaeyjunum.

Leikmenn geta þá heimsótt Drekaeyjarnar og tamið, riðið og sérsniðið drekana sem finnast á eyjunum.

Hér að neðan má horfa á kynningarstikluna sem Blizzard birti í gær en nánar um útgáfu Dragonflight og hvers má vænta má finna í bloggfærslu frá Blizzard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert