Liðsstjóramótið er hafið í þriðja sinn

Valorant.
Valorant. Grafík/Riot Games

Átta Valorant-leikmönnum úr hópi þeirra bestu hér á landi var boðið liðsstjórahlutverk á liðsstjóramótinu sem hófst fyrr í dag.

Þetta er í þriðja sinn liðsstjóramótið er haldið en á því kjósa útvaldir liðsstjórar leikmenn í sín lið. Kosningin fór fram í gærkvöldið í beinni útsendingu á Twitch og ætti leikmannahópur hvers liðs að standa saman af fjölbreyttum leikmönnum. Þá þar sem leikmenn eru í mismunandi getustigi innanleikjar.

Fyrsta viðureignin á mótinu hófst í dag klukkan 12:00 og verður sú næsta spiluð á morgun á sama tíma.

Undanúrslit og úrslit verða spiluð næstu helgi, þá undanúrslitin klukkan 16:00 og úrslitin klukkan 20:00. 

Hægt er að fylgjast með viðureignum mótsin í beinni útsendingu á Twitch.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert