Borgar fyrir þann sem tekst að sigra Íslandsmeistarann

Adam Leslie Scanlon afhendir Natösju Dagbjartardóttir verðlaunin á Íslandsmeistaramótinu í …
Adam Leslie Scanlon afhendir Natösju Dagbjartardóttir verðlaunin á Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

Íslenskir Mario Kart-aðdáendur geta gert sér glaðan dag á morgun í Arena í Kópavogi á samfélagskvöldi Mario Kart.

Efnt er til samfélagskvöldsins til að fagna endurkomu nokkurra eldri Mario Kart-keppnisbrauta, en þær verða spilanlegar á morgun með nýjum aukapakka.

Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart.
Frá Íslandsmeistaramótinu í Mario Kart. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

Uppáhaldsbraut Íslandsmeistarans snýr aftur

„Ég er að deyja úr spenningi þar sem að mín allra uppáhaldsbraut kemur aftur,“ segir Natasja Dagbjartardóttir, núverandi Íslandsmeistari í Mario Kart, í samtali við mbl.is.

Natasja Dagbjartardóttir, Íslandsmeistari í Mario Kart, ásamt Söru Mist Sverrisdóttir, …
Natasja Dagbjartardóttir, Íslandsmeistari í Mario Kart, ásamt Söru Mist Sverrisdóttir, bestu vinkonu hennar. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

Umrædd braut heitir Maple Treeway og var spilanleg í Mario Kart fyrir Wii-tölvur á sínum tíma. Natasja segir þá útgáfu af Mario Kart jafnframt vera sína uppáhalds.

„Það er bara svo vel hönnuð braut og með svo kósý tónlist. Ég hlakka til að sjá breytingarnar á henni.“

Fleiri brautir verða þó einnig spilanlegar á morgun og gefur það augaleið að leikmenn hafi úr nægu að velja annað kvöld.

Gerir veðmál við þátttakendur

„Ef einhver getur sigrað Natösju í tvígang skal ég borga fyrir spilatíma viðkomandi á morgun,“ segir Adam Leslie Scanlon, viðburðarstjóri morgundagsins, í samtali við mbl.is en hann hélt einnig Íslandsmeistaramótið sem fór fram fyrr á þessu ári.

„Þetta er áskorun! Komdu og láttu Natösju taka þig í bakaríið.“

Adam Leslie Scanlon hélt fyrsta Íslandsmeistaramótið í Mario Kart.
Adam Leslie Scanlon hélt fyrsta Íslandsmeistaramótið í Mario Kart. Ljósmynd/Elín Guðmundsdóttir

Hugmyndir á lofti

Í tilkynningu um þetta segist Adam gjarnan vilja rekast á kunnugleg andlit á morgun og ræða hugmyndir sínar um væntanlegan Mario Kart-viðburð.

„Það væri frábært að rekast á kunnugleg andlit þar sem ég myndi gjarnan vilja fá gagnrýni á þær hugmyndir sem ég hef fyrir MAR10-viðburðinn,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert