KRAFLA og Dusty fagna varðveislu titla sinna

Rafíþróttaliðið KRAFLA fagnar þriðja sigrinum sínum, en liðið er nú …
Rafíþróttaliðið KRAFLA fagnar þriðja sigrinum sínum, en liðið er nú þrefaldur deildarmeistari í Valorant. Ljósmynd/Bjarni Guðmundsson

Úrslit Valorant-deilda á Íslandi fóru fram í rafíþróttahöllinni Arena um helgina og liggur nú fyrir hverjir eru deildarmeistarar þessa tímabils í opna- og kvennaflokknum.

Í kvennaflokknum átti rafíþróttaliðið KRAFLA glæstan sigur gegn ATX og varði með því titilinn sinn sem deildarmeistari, en KRAFLA eru nú þrefaldir sem ríkjandi deildarmeistarar.

Söguleg stund kveikir áhuga fyrir næsta tímabil

Það þýðir að KRAFLA hefur setið á toppnum frá stofnun kvennaflokksins og má því segja að um sögulegan viðburð sé að ræða sem ber merki um að næsta tímabil verði ansi spennandi.

„Við erum mjög sáttar með sigurinn og bjuggumst nokkurn veginn við honum. Þegar Krafla varð lið þá datt okkur ekki alveg í hug hversu sterkt lið þetta væri, en erum nokkuð meðvitaðar um það í dag hversu góðar hver og ein er,“ segir Rakel Ása „Raxi“, leikmaður KRÖFLU“ í samtali við mbl.is.

Þá bætir hún einnig við að við að allir leikmenn KRÖFLU spili sitt hlutverk mjög vel og séu duglegar að læra og gera betur.

Rafíþróttaliðið KRAFLA fagnar þriðja sigrinum sínum, en liðið er nú …
Rafíþróttaliðið KRAFLA fagnar þriðja sigrinum sínum, en liðið er nú þrefaldur deildarmeistari í Valorant. Ljósmynd/Bjarni Guðmundsson

Engar áhyggjur og fagna allri samkeppni

Þær hafa ekki áhyggjur af því að nýtt lið muni mæta til leiks á næsta tímabili og hreppa titilinn, en hún segir að mikilvægt sé að passa sig á liðunum sem keppa nú þegar í deildinni.

„Ég á ekki von á að „nýtt“ lið mæti og taki okkur, en við verðum að passa okkur á núverandi liðunum. En hver veit, kannski kemur súper lið inn næsta tímabil og tekur alla... okkur langar öllum að sjá fleiri kvennalið myndast og taka þátt!“

„Við búumst við að hin liðin munu koma aftur enn sterkari sem verður erfitt en mjög skemmtilegt. Við höfum mjög gaman af góðri samkeppni og erum spenntar að taka á móti þeim.“

Rakel segir stemninguna í kvennadeildinni vera ótrúlega góð en stelpurnar sem keppa í henni eru farnar að kynnast og mynda sterk vináttubönd. 

„Við tökum vel á móti öllum stelpum. Þó að við erum að keppa á móti hvor annarri þá erum við samt alltaf góðar vinkonur.“

Ríkjandi meistarar vörðu titilinn

Í opna flokknum spilaði 354 Esports góðan leik en þó ekki alveg nógu góðan til þess að hreppa titilinn af ríkjandi deildarmeisturm. Ríkjandi deildarmeistarar, Dusty, gáfu ekkert eftir í úrslitaleiknum sem tryggði þeim sannfærandi sigri.

„Við erum vissulega mjög sáttir með sigurinn og ég almennt mjög ánægður með að vera með svona flottum strákum í liði. Þannig það er alltaf stuð að fá að mæta með þeim og ekki verra ef maður nær gullinu í leiðinn,“ segir Leó Zogu „Dethkeik“, fyrirliði Dusty í Valorant, í samtali við mbl.is.

Vila vera ósigraðir út árið

Leikmenn Dusty eru því ansi ánægðir með úrslitin en þeim hefur nú tekist að vinna deildinda tvisvar sinnum í röð. Það þýðir að ásamt því að vera ríkjandi deildarmeistarar, eru þeir einnig tvöfaldir deildarmeistarar.

„Markmiðið er allavega að ná að vera ósigrandi út árið og sýna afhverju við erum bestir en á sama tíma er maður alltaf að sjá nýja flotta spilara koma inn í senuna til að halda manni á tánum. Þannig það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Leó og nefnir rafíþróttaliðið 345 Esports.

„Ég er almennt mjög hrifinn af nýja 354-liðinu, einstaklega skemmtilegur spilastíll sem þeir hafa og mig grunar að þeir verði helsti rivalinn í næsta móti.“

„En svo er maður að heyra af nýjum liðum sem eru að smella saman núna með mjög sterkum spilurum þannig næsta deild verður mjög skrautleg.

Margir eru orðnir býsna spenntir fyrir næsta keppnistímabili í Valorant enda er nóg um að vera í senunni.

Leó Zogu „dethkeik“, í Dusty, og Rakel Ásta „Raxi“, í …
Leó Zogu „dethkeik“, í Dusty, og Rakel Ásta „Raxi“, í KRÖFLU, spjalla við Bjarka Melsted í sófanum á úrslitakvöldi þriðja tímabils Valorant-deildanna á Íslandi. Skjáskot/Twitch

Spjallað í sófanum með Melsted

Streymt var frá viðureignum kvöldsins á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands en með því að fylgja þessum hlekk er hægt að horfa á endursýningu af útsendingunni.

Þar er hægt að horfa á úrslitin í bæði opna- og kvennaflokknum en Bjarki Melsted, í mótastjórn Valorant á Íslandi, náði einnig leikmönnum sigurliðanna á tal við sig.

Leó Zogu „dethkeik“, í Dusty, og Rakel Ásta „Raxi“, í KRÖFLU, létu vel um sig fara í sófanum þegar þau fóru yfir málin með Bjarka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert