Aðdáendur LEGO fagna nýjum leik

Leikurinn LEGO 2K Drive kemur út í maí.
Leikurinn LEGO 2K Drive kemur út í maí. Skjáskot/2K

Undanfarnar vikur hafa orðrómar sveimað um samfélagsmiðla þess efnis að nýr LEGO-leikur væri á leiðinni. Orðrómarnir voru staðfestir í gær þegar LEGO birti stiklu á Youtube-síðu sinni ásamt því að hægt er að forpanta leikinn á öllum helstu leikjatölvum.

Í leiknum er hægt að gera allt sem spilara dettur í hug, keyra LEGO bíla, sigla LEGO bátum, smíða sinn draumabíl og keppa gegn öðrum spilurum. 

LEGO 2K Drive

Leikurinn ber nafnið LEGO 2K Drive og kemur út 19. maí næstkomandi. Hægt er að forpanta leikinn á Playstation 4 og 5, Xbox Series X/S, Xbox One, Nintendo Switch og Borðtölvur.

Nokkrar útgáfur af leiknum eru í boði fyrir spilara þar sem hægt er að kaupa dýrari útgáfur til þess að öðlast forskot í leiknum þegar hann kemur út. 

Forpöntun - Venjulegur

Venjulega útgáfa leiksins kostar 8.500 krónur fyrir leikjatölvurnar Xbox One, Nintendo Switch og Playstation 4 en tæpar 10.000 krónur fyrir Playstation 5 og Xbox Series X/S.

Skjáskot/2k

Forpöntun - Awesome Edition

Þessi dýrari útgáfa leiksins kostar 14.000 krónur og innifalið í pakkanum er sjaldgæfur bíll sem ber heitið „Machio Beast“ með eiginleikum sem eru einungis aðgengilegir þeim sem eiga Awesome Edition. Einnig geta eigendur þessarar útgáfu byrjað að spila leikinn þremur dögum fyrr, eða 16. maí og fá 550 leikjakrónur til þess að kaupa sér faratæki.

Skjáskot/2K

Forpöntun - Awesome Rivals Edition

Þessi dýrasta útgáfa leiksins kostar tæpar 17.000 krónur og innifalið er fjöldi farartækja, aðgangur að leiknum þremur dögum fyrr og allt sem ódýrari útgáfurnar hafa.

Skjáskot/2K

Lego-leikurinn gerist í landi sem heitir Bricklandia þar sem spilarar ferðast um og reyna klára áskoranir og keppnir gegn öðrum spilurum. Hver og einn getur valið hvernig leikurinn er spilaður og engin ein leið réttust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert