Will Ferrell tekur að sér þjálfarastarfið

Will Ferrell við kynningu myndarinnar Strays sem kemur út seinna …
Will Ferrell við kynningu myndarinnar Strays sem kemur út seinna á árinu. AFP

Tölvuleikurinn Madden NFL er geysivinsæll víða um heim en þó helst í Bandaríkjunum þar sem ameríski fótboltinn er hvað vinsælastur. Nú hefur kvikmyndaframleiðandinn MGM hafið undirbúning fyrir bíómynd þar sem Will Ferrell fer með aðalhlutverk sem íþróttalýsandi sem tekur að sér starf þjálfara fótboltaliðs.

Sagan byggist á sögu leiksins Madden þar sem John Madden er allt í öllu. John Madden aðstoðaði EA Sports í hönnun leiksins þegar hann kom fyrst út og er heilinn á bak við leikjaseríuna.

John Madden er fyrrverandi leikmaður og leikstjórnandi í NFL deildinni …
John Madden er fyrrverandi leikmaður og leikstjórnandi í NFL deildinni í Bandaríkjunum. Skjáskot/NFL

EA Sports hefur grætt yfir 4 milljarða bandaríkjadollara á leikjunum en það gera um 558 þúsund milljónir króna. 

Will Ferrell er einn ástsælasti leikari Hollywood og er frægur fyrir leik sinn í myndum á borð við Elf, Anchorman, Step Brothers og Daddy's Home. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert