Hamilton toppaði allar æfingarnar

Lewis Hamilton á lokaæfingunni í Búdapest í morgun.
Lewis Hamilton á lokaæfingunni í Búdapest í morgun. mbl.is/afp

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók í morgun hraðast á þriðju og síðustu æfingu keppnishelgar ungverska kappakstursins. Þar með sat hann í toppsæti lista yfir hröðustu hringi allar æfingarnar þrjár.

Næsthraðast fór liðsfélagi hans  Nico Rosberg og síðan komu  Sebastian Vettel og Daniel Ricciardo hjá Red Bull.

Á Hamilton og Rosberg munaði 47 þúsundustu úr sekúndu en Vettel var aftur á móti tæplega fjórum tíundu úr sekúndu frá brautartíma Rosberg.

Í sætum 5-10 í þessari röð urðu: Valtteri Bottas hjá Williams, Fernando Alonso hjá Ferrari, Kimi Räikkönen hjá Ferrari, Kevin Magnussen hjá McLaren og Toro Rosso mennirnir Jean-Eric Vergne og Daniil Kvyat.

Á þeim tveimur síðastnefndu munaði aðeins átta þúsundustu úr sekúndu en tími Kvyat var rúmlega sekúndu lakari en besti tími Hamiltons.

Felipe Massa hjá Williams setti ellefta besta tímann en hring þann ók hann á 0,6 sekúndu lakari tíma en besti hringur liðsfélaga hans, Bottas, hljóðaði. Sami munur var á Magnussen og liðsfélaga hans Jenson Button sem átti aðeins tólfta besta hringinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert