Lotus prófar nýja trjónu

Hin óvenjulega trjóna víkur af Lotusbílnum í næsta móti, bandaríska …
Hin óvenjulega trjóna víkur af Lotusbílnum í næsta móti, bandaríska kappakstrinum. mbl.is/afp

Lotusliðið mun prófa nýja útgáfu af trjónu keppnisbílsins á æfingum bandaríska kappakstursins á föstudag en það er liður hönnun 2015-bílsins.

Lotus er eina lið formúlunnar sem keppt hefur með framvæng sem kenndur er við rostung vegna tvíarma gaffalsins sem gengur fram úr honum. Var það eitt af mörgum óvenjulegum svörum liðanna við gjörbreyttum hönnunarskilmálum 2014-bílanna.

Hermt er að hjá Alþjóða akstursíþróttasambandinu hafi verið samþykktar reglur er útiloki svona útfærslur á 2015-vertíðinni. Niðurstaða nýrra skilmála framvængjanna af hálfu FIA er að þeir líti í framtíðinni út sem næst vængjum Mercedes og Ferrari.

Þótt Lotus prófi vængina á báðum föstudagsæfingum bandarísku keppnishelgarinnar eru á þessu stigi engin áform um að brúka þá í sjálfum kappakstrinum á sunnudag.

Hin óvenjulega bíltrjóna Lotus.
Hin óvenjulega bíltrjóna Lotus. mbl.is/Lotusf1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert