Ricciardo talar um brottför

Daniel Ricciardo gefur til kynna að hann geti verið á …
Daniel Ricciardo gefur til kynna að hann geti verið á förum frá Red Bull. mbl.is/afp

Daniel Ricciardo segist ekki getað útilokað að hann hverfi úr starfi hjá Red Bull við vertíðarlok í ár.

Ricciardo kom til Red Bull frá Toro Rosso 2014 og vann þrjú mót á sinni fyrstu keppnistíð með liðinu. Forsvarsmenn þess hafa verið að vega og meta þátttöku þess í formúlu-1 og því virðist Ricciardo búa sig undir að þurfa hafa vistaskipti.

Vertíðin í ár hefur verið hin erfiðasta fyrir Red Bull sem drottnaði um árabil og vann hvern titilinn af öðrum á árunum 2010 til 2013. Í fyrra varð Ricciardo þriðji í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna en í ár er hann í sjöunda sæti og hefur ekki komist á verðlaunapall það sem af er vertíð.

Ricciardo segir það jafngilda lofi þegar hann er orðaður við lið sem Ferrari. Hann segir þó einbeittur að starfi sínum hjá Red Bull jafnvel þótt brottför þaðan sé ekki útilokuð.

„Ég vil vinna mót, það er kjarninn. Þar í liggja vonbrigði mín, að hafa ekki unnið í ár. Við erum ekki í stöðu til þess að geta unnið en sem ökumaður er það eina sem þú vilt. Ég held enn búi mikið í mér. En það er þó ekki svo auðvelt að ég geti sagt, já, ég fer til Ferrari. Samningar eru í gildi og mér skilst að ólíklegt sé að ég losni undan þeim og ég hef trú á að Red Bull geti breytt stöðunni og komist aftur í toppslaginn á næsta ári.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert