Vettel sætir afturfærslu

Sebastian Vettel varð að þiggja flutning heim í bílskúr á …
Sebastian Vettel varð að þiggja flutning heim í bílskúr á mótorhjóli eftir að hafa snarsnúið bílnum út í malargryfju í Spielberg í Austurríki. AFP

Sebastian Vettel hjá Ferrari færist aftur um fimm sæti á rásmarki austurríska kappakstursins í Spielberg á morgun.

Ákvarðast endanlegt sæti Vettels af því hvar hann hafnar í tímatökunni í dag. Ástæða afturfærslunnar er að hann neyddist til að fá nýjan gírkassa í bílinn eftir æfingarnar í gær.

Ferrari varð að grípa til sömu ráðstafana í rússneska kappakstrinum fyrr í sumar. Samkvæmt reglum verða ökumenn að brúka einn og sama gírkassann sex mót í röð, nema því aðeins að þeir hafi fallið úr keppni í næsta móti fyrir gírkassaskiptin.

Vettel varð fjórði á seinni æfingunni í Spielberg í gær og í þriðja sæti á þeirri fyrri.

Sebastian Vettel á fyrri æfingunni í Spielberg í Austurríki í …
Sebastian Vettel á fyrri æfingunni í Spielberg í Austurríki í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert