Hamilton fljótastur á fyrstu æfingu

Ekki veitti af að klæða sig í skjólgóð föt í …
Ekki veitti af að klæða sig í skjólgóð föt í Mexíkó vegna kuldans þar. Hér er Lewis Hamilton vel dúðaður. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast á fyrstu æfingu kappaksturshelgarinnar í Mexíkó. Í næstu sætum urðu Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen hjá Ferrari.

Heimamaðurinn Sergio Perez er fjórði á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar og liðsfélagi hans Nico Hülkenberg fimmti. Þar á eftir komu Valtteri Bottas hjá Williams og Nico Rosberg hjá Mercedes. Átti forystusauðurinn í heimsmeistarakeppni ökumanna því aðeins sjöunda besta hringinn.

Fyrsta tuginn á nefndum lista fylla svo Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Felipe Massa hjá Williams og Daniil Kvyat hjá Toro Rosso. Var Kvyat 1,3 sekúndum lengur með hringinn en Hamilton.

Hamilton og Rosberg settu sína bestu tíma á meðalhörðum dekkjum en allir hinir brúkuðu mjúk eða ofurmjúk dekk.

Vax Verstappen hjá Red Bull setti aðeins 14. besta hringinn og var 1,1 sekúndu lengur með hann en liðsfélagi hans Ricciardo.

Kalt var í Mexíkó þegar æfingin fór fram og hæsti brautarhiti aðeins 19°C.

Óvenjuleg mynd af Fernando Alonso sem hér bíður í bíl …
Óvenjuleg mynd af Fernando Alonso sem hér bíður í bíl sínum milli akstusrlota á æfingunni í Mexíkó. AFP
Sergio Perez hyggst láta að sér kveða á heimavelli.
Sergio Perez hyggst láta að sér kveða á heimavelli. AFP
Heimamaðurinn Sergio Perez átti fjórða besta tíma æfingarinnar.
Heimamaðurinn Sergio Perez átti fjórða besta tíma æfingarinnar. AFP
Max Verstappen á fleygiferð í Mexíkó.
Max Verstappen á fleygiferð í Mexíkó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert