Hamilton ók hraðast

Valtteri Bottas á leið út í brautina á æfingunni í …
Valtteri Bottas á leið út í brautina á æfingunni í morgun. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes ók í morgun hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Melbourne. Annan besta brautartímann átti liðsfélagi hans Valtteri Bottas og þriðji varð heimamaðurinn Daniel Ricciardo á Red Bull.

Besti brautartími Hamiltons var  1:24,220 mínútur en Bottas var ríflega hálfri sekúndu lengur með hringinn á 1:24,803 mín., og var 83 þúsundustu úr sekúndu á eftir honum á 1:24,886 mín.

Í sætum fjögur til tíu urðu Max Verstappen á Red Bull (1:25,246), Kimi Räikkönen á Ferrari (1:25,372), Sebastian Vettel á    Ferrari (1:25,464), Felipe Massa á Williams (1:26,142)
Romain Grosjean  á Haas (1:26,168), Nico Hülkenberg á Renault (1:26,183) og Sergio Perez á     Force India  (1:26,276)

Valtteri Bottas á leið út í brautina í Melbourne í …
Valtteri Bottas á leið út í brautina í Melbourne í morgun. AFP
Lewis Hamilton á leið út í brautina í Melbourne í …
Lewis Hamilton á leið út í brautina í Melbourne í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert