Erum með lélegasta bílinn

Fernando Alonso er ekki hrifinn af appelsínugula McLaren-bíl sínum.
Fernando Alonso er ekki hrifinn af appelsínugula McLaren-bíl sínum. AFP

Spænski ökuþórinn Fernando Alonso er mjög ósáttur við McLaren-bílinn sinn, en hann féll úr leik í Ástralíukappakstrinum í Formúlu 1 í nótt, en það var fyrsta mót ársins. Hann segir bílinn vera einn þann slappasta í Formúlunni í ár. 

Alonso náði 13. besta tímanum í tímatökunni fyrir kappaksturinn og var hann lengi vel á meðal tíu efstu bílanna í kappakstrinum. Hann þurfti hins vegar að hætta keppni vegna bilunar. Liðsfélagi hans, Stoffel Vandoorne, hafnaði í 13. sæti, en 13 bílar kláruðu keppnina. 

„Ég hef sjaldan keyrt eins vel og í dag og það kom mér á óvart að ég var í topp tíu. Við erum með lélegasta bílinn núna, en ég náði að vera í 10. sæti því tímatakan hjá mér var virkilega góð,“ sagði Alonso eftir kappaksturinn. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert