Hákarlsugginn upprættur

Tvöfaldi T-vængurinn á aftanverðri yfirbyggingu Mercedes bílsins.
Tvöfaldi T-vængurinn á aftanverðri yfirbyggingu Mercedes bílsins. AFP

Stefnumótunarnefnd formúlu-1 hefur samþykkt að banna hákarlsuggana á kæliturni vélarhúss keppnisbíla formúlunnar frá og með næstu áramótum.

Sömu örlög bíða T-vængjanna svonefndu, þeir hverfa einnig áður en keppnistíðin 2018 rennur upp.

Ekki hefur verið formlega skýrt frá þessu en fjöldi áreiðanlegra fjölmiðla heldur þessu fram. Þar á meðal þýska vikuritið Auto Motor und Sport, þýska fréttastofan DPA og ítalska íþróttadagblaðið La Gazzetta dello Sport.

Hrein lýti finnst að bæði ugganum og T-vængnum en það flýtti fyrir banni við honum að hann hefur viljað brotna af bílunum í fyrstu mótum ársins.

Á nefndarfundinum í París í gær var ennfremur samþykkt að hætta tilraunum með Halo-höfuðhjálmhlífina yfir stjórnklefa formúlubílanna. Í staðinn verða frekari athuganir og tilraunir gerðar með gegnsæjan skjöld fyrir framan klefann. 

2017-bíll Renault í formúlu-1. Hákarlsugginn aftur úr kæliturninum er áberandi.
2017-bíll Renault í formúlu-1. Hákarlsugginn aftur úr kæliturninum er áberandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert