Bottas byrjar sigurgönguna

Valtteri Bottas ekur til sigurs í Sotsjí í dag.
Valtteri Bottas ekur til sigurs í Sotsjí í dag. AFP

Valteri Bottas kom, sá og sigraði í rússneska kappakstrinum í Sotsjí, skaust úr þriðja sæti á rásmarki í forystu á fyrstu 200 metrunum og ók fantavel undir miklu álagi frá Sebastian Vettel hjá Ferrari á síðasta þriðjungi kappakstursins.

Vettel varð annar og þriðji liðsfélagi hans og landi Bottas, Kimi Räikkönen. Lewis Hamilton hjá Mercedes varð fjórði en 36 sekúndum á eftir Bottas.

Í sætum fimm til tíu urðu Max Verstappen hjá Red Bull, Sergio  Perez og Esteban Ocon hjá Force India, Nico Hülkenberg hjá Renault, Felipe Massa hjá Williams og Carlos Sainz hjá Force India.

Með árangri Bottas og Hamiltons endurheimti Mercedes forsytuna í stigakeppni liðanna, 173:168, en forskot Vettels í keppni ökumanna á Hamilton jókst og er nú 13 stig, 86:73.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert