Hamilton fljótastur á fyrstu æfingu

Valtteri Bottas bremsar harkalega í Austin í dag.
Valtteri Bottas bremsar harkalega í Austin í dag. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes ók hraðast á fyrstu æfingu keppnishelgar bandaríska kappakstursins sem fram fer í borginni Austin á sunnudag. Brautir voru rakar í byrjun en þornuðu jafnt og þetta eftir að ökumenn hófu aksturinn.

Næsthraðast fór Sebastian Vettel á Ferrari en munurinn á þeim Hamilton var hálf sekúnda. Þriðja besta hringinn átti svo Valtteri Bottas hjá Mercedes en hann var 50 þúsundustu úr sekúdu lengur með hringinn en Vettel.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Max Verstappen á Red Bull, Stoffel Vandoorne á McLaren, Felipe Massa á Williams, Kimi Räikkönen á Ferrari, Esteban Ocon og Sergio Perez á Force India og Carlos Sainz sem nú ók í fyrsta sinn fyrir nýjan vinnuveitanda, Renault. Var hann tæplega 1,5 sekúndur lengur með hringinn en Hamilton.

Sebastian Vettel var næstfljótastur á fyrstu æfingunni í dag í …
Sebastian Vettel var næstfljótastur á fyrstu æfingunni í dag í Austin. AFP
Marcus Ericsson á Sauber á æfingunni í Austin í dag.
Marcus Ericsson á Sauber á æfingunni í Austin í dag. AFP
Max Verstappen á leið til fjórða besta tíma í Austin …
Max Verstappen á leið til fjórða besta tíma í Austin í dag. AFP
Lewis Hamilton á leið til topptímans á fyrstu æfingu helgarinnar, …
Lewis Hamilton á leið til topptímans á fyrstu æfingu helgarinnar, í Austin í dag. AFP
Daniel Ricciardo kátur í bílskúr Red Bull við upphaf fyrstu …
Daniel Ricciardo kátur í bílskúr Red Bull við upphaf fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Austin. AFP
Indónesinn Sean Gelael ók Toro Rosso á fyrstu æfingunni í …
Indónesinn Sean Gelael ók Toro Rosso á fyrstu æfingunni í Austin í stað Daniil Kvyat. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert