Nú tók Hamilton toppsætið

Lewis Hamilton á ferð í Abu Dhabi í dag.
Lewis Hamilton á ferð í Abu Dhabi í dag. AFP

Lewis Hamilton á Mercedes tók toppsætið á seinni æfingu dagsins í Abu Dhabi og sneri dæminu frá í morgun við, en þá varð hann annar og aðeins 01, sekúndu á eftir Sebastian Vettel á Ferrari.

Mercedes og Ferrari áttu sína fulltrúa meðal þriggja fyrstu eins og í morgun því Vettel varð annar á seinni æfingunni. 

Red Bull átti sömuleiðis sinn fulltrúa með þriggja fremstu eins og í morgun því Daniel Ricciardo átti þriðja besta hring æfingarinnar. Í morgun sat í því sæti liðsfélagi hans ax Verstappen.

Aðeins 0,2 sekúndur skildu fyrstu þrjá menn að og aðrir komu þar skammt á eftir, en í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Kimi Räikkönen á Ferrari, Valtteri Bottas á Mercedes, Max Verstappen á Red  Bull, Sergio Perez og Esteban Ocon á Force India, Nico Hülkenberg á Renault og Fernando Alonso á McLaren, sem var 1,7 sekúndu lengur með hringinn en  Hamilton.

Lewis Hamilton á leið inn að bílskúrunum í Abu Dhabi …
Lewis Hamilton á leið inn að bílskúrunum í Abu Dhabi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert