Formúlufreyjur sjást ekki meir

Þær hafa gengið undir ýmsum heitum; bílskúrssprund, regnhlífasnótir, nafnspjaldsfeimur svo eitthvað sé nefnt og hafa verið til prýði á mótum í formúlu-1. Nú heyrir það sögunni til.

Nýir eigendur formúlunnar hafa ákveðið að leggja niður þann sið sem tíðkast hefur í áratugi að stilla létt- eða fáklæddum konum upp á rásmarkinu og við verðlaunapallinn.

Sean Bratches, markaðsstjóri formúlu-1, hefur sagt sem svo, að breytingin hafi verið gerð í takt við tíðarandann og „í samræmi við þá framtíðarsýn sem íþróttin vill stefna að.“

„Þó svo að formúlufraukur hafi verið meginuppistaðan við verðlaunaafhendingar í formúlu-1 í áratugi finnst okkur að þessi siður sé ekki í samræmi við gildi okkar og brýtur augljóslega gegn viðhorfum í nútímasamfélagi,“ seg-ir hann.

Formúlu-freyjurnar hafa gegnt ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina og oft hefur verið um að ræða fyrirsætur. Þær klæddust gjarn-an fatnaði frá auglýsendum og héldu á regn- og sól-hlífum eða skiltum með nafni og númeri öku-mannsins. Þá fylgdu þær verðlauna-höfum á pall.

Gagnrýni á tilvist formúlu-frauk-unnar hefur aukist mikið á síðustu árum, sérstaklega á samfélags-miðlum, og hefur hún verið sögð gamaldags og lítillækkandi fyrir konur.

Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðunina eru margar fyrrverandi formúlufreyjur sjálfar. Ein þeirra, Char-lotte Gash, segir ákvörðunina andstyggð. „Þetta er óásættan-legt og ég fyllist viðbjóði yfir því að formúla-1 hafi látið undan kröf-um minnihlutans um pólitískan rétt-trúnað.“

Caroline Hall, stallsystir Gash, segir að það hafi verið of stórt skref að láta formúlu-freyjurnar hverfa al-veg af kappakstursbrautinni. „Ég held að það hefði verið möguleiki að færa hlutverkið meira í átt að nú-tímanum.“

Ákvörðun Liberty, nýs eigendafélags formúlu-1, mætti engum skilningi hjá fyrrverandi alráði íþróttarinnar, Bernie Ecclestone, sem á sínum tíma fann upp þann sið að raða upp fögrum fljóðum á formúlumótum. „Þeir gera allt vitlaust,“ segir hinn 87 ára gamli frumkvöðull.

Ecclestone, sem er 87 ára, segir að rásmarks-rýjurnar hafi verið partur af skemmtaninni sem formúla-1 hafði upp á að bjóða. Var hann mjög ósáttur við að hætt yrði að tefla þeim fram. Hann sagðist ekki geta séð neitt ósiðsamlegt við að myndarlegar ungar konur héldu á spjaldi með nafni ökumanns við bíl hans á rásmarkinu. Hann bætti við að svo virðist sem ætlunin væri að afmá arfleifð hans úr formúlu-1 eins og hún leggur sig.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert