Andaði niður hálsmál Hamiltons

Hafi sú ályktun verið dregin af fyrri æfingu dagsins, að Mercedes myndi drottna á formúluvertíðinni í ár, þá afsannaði seinni æfingin það rækilega. 

Eins og á fyrri æfingunni ók Lewis Hamilton á Mercedes hraðast en bjó við það að Max Verstappen á Red Bull andaði niður hálsmál hans. Í stað 0,6 sekúndna bils í næsta mann á fyrri æfingunni var Hamilton aðeins tíunda úr sekúndu fljótari en Verstappen á seinni æfingunni.

Brautartímarnir voru mun hraðari á seinni æfingunni enda  hafði lofthiti hækkað í 29°C og brautarhitinn í 42°C. Þriðja besta hring æfingarinnar átti Valtteri Bottas hjá Mercedes sem var næstfljótastur á fyrri æfingunni. Var hann 0,1 broti á eftir Verstappen. 

Í sætum fjögur ti ltíu urðu - í þessari röð - Valtteri Bottas á Mercedes, Kimi Räikkönen á Ferrari, Sebastian Vettel á Ferrari, Romain Grosjean á Haas, Daniel Ricciardo á Red Bull, Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas og Stoffel Vandoorne á McLaren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert