Vettel langfljótastur á fyrsta degi

Sebastian Vettel í Barcelona í dag.
Sebastian Vettel í Barcelona í dag. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari ók manna mest á fyrsta degi þróunaraksturs formúluliðanna fyrir komandi keppnistíð. Í öðru sæti og 0,397 sekúndum lengur með hringinn varð Carlos Sainz á McLaren og þriðji Romain Grosjean á Haas.

Vettel ók alls 169 hringi yfir daginn, eða sem svara til tvöfaldrar keppnislengdar. Sainz fór 119 og Grosjean 65. Næstlengst ók Max Verstappen á Red Bull eða 128 hringi og Kimi Räikkönen lagði 114 að baki. Aðrir voru innan við hundraðið, en alls tóku 11 ökumenn þátt í dag.

Grosjean var sekúndu lengur í förum en Vettel, Verstappen 1,2 sekúndum og Räikkönen 1,3 sek. Aðrir ökumenn á æfingunni voru Daniil Kvyat á Toro Rosso, Sergio Perez á Racing Point, Valtteri Bottas og Lewis Hamilton á Mercedes og Nico Hülkenberg og Daniel Ricciardo á Renault.

Bottas og Hamilton óku samtals 150 hringi en voru hvor um sig rétt tæpum tveimur sekúndum lengur með sinn besta hring en Vettel. Á þeim liðsfélögunum munaði aðeins 0,008 sekúndum þegar upp var staðið, eða átta þúsundustu úr sekúndu.

Lewis Hamilton á ferð í Barcelona í dag, fyrsta degi …
Lewis Hamilton á ferð í Barcelona í dag, fyrsta degi vetraræfinga formúluliðanna. AFP
Ljós og skuggar í Barcelona í dag. Á ferð er …
Ljós og skuggar í Barcelona í dag. Á ferð er Kimi Räikkönen á Alfa Romeo. AFP
Sebastian Vettel á leið til besta brautartíma í Barcelona í …
Sebastian Vettel á leið til besta brautartíma í Barcelona í dag, fyrsta degi vetraræfinga formúluliðanna. AFP
Kimi Räikkönen á ferð á Alfa Romeo í Barcelona í …
Kimi Räikkönen á ferð á Alfa Romeo í Barcelona í dag. AFP
Carlos Sainz á McLaren í Barcelona í dag.
Carlos Sainz á McLaren í Barcelona í dag. AFP
Lewis Hamilton í Barcelona í dag.
Lewis Hamilton í Barcelona í dag. AFP
Daniel Ricciardo á Renault í Barcelona í dag.
Daniel Ricciardo á Renault í Barcelona í dag. AFP
Sergio Perez á bíl Racing Point í Barcelona í dag.
Sergio Perez á bíl Racing Point í Barcelona í dag. AFP
Sebastian Vettel hafði best úthald og fór hraðast í Barcelona …
Sebastian Vettel hafði best úthald og fór hraðast í Barcelona í dag. AFP
Romain Grosjean stekkur úr bíl sínum vegna bilunar á æfingunni …
Romain Grosjean stekkur úr bíl sínum vegna bilunar á æfingunni í Barcelona í dag. AFP
Valtteri Bottas við þróunaraksturinn í Barcelona í dag.
Valtteri Bottas við þróunaraksturinn í Barcelona í dag. AFP
Kimi Räikkönen (t.v.) og liðsfélagi hans Antonio Giovinazzi sviptu keppnisbíl …
Kimi Räikkönen (t.v.) og liðsfélagi hans Antonio Giovinazzi sviptu keppnisbíl Alfa Romeo hulum í Barcelona í dag. AFP
Kimi Räikkönen (t.v.) og Antonio Giovinazzi keppa fyrir Alfa Romeo …
Kimi Räikkönen (t.v.) og Antonio Giovinazzi keppa fyrir Alfa Romeo í ár. AFP
Kevin Magnussen hinn danski hjá Haas.
Kevin Magnussen hinn danski hjá Haas. AFP
Romain Grosjean hjá Haas.
Romain Grosjean hjá Haas. AFP
Romain Grosjean (t.v.) og Kevin Magnussen aka fyrir Haas í …
Romain Grosjean (t.v.) og Kevin Magnussen aka fyrir Haas í ár. Þeir sviptu bíl sinn hulunni í Barcelona í dag. AFP
Max Verstappen á æfingunni í dag. Svo sem sjá má …
Max Verstappen á æfingunni í dag. Svo sem sjá má er bíll hans aftur kominn í sitt gamla útlit, eftir „einsdagsútlitið“ sem Red Bull sýndi í síðustu viku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert