Birtist úr eldhafinu

Grosjean að klifra út úr bílnum í BArein.
Grosjean að klifra út úr bílnum í BArein. AFP

Slys af stærri gerðinni í formúlu-1 varð á fyrsta hringkappakstursins í Barein er franski ökumaðurinn Romain Grosjean skall á öryggisvegg á 300 km/klst hraða.

Samstundis gaus upp eldur í Haas-bílnum sem klofnaði í tvennt er hann skall á veggnum, sem varþó ekki burðugri en svo að framhluti bílsins grófst undir hann og tætti í sundur.

Áhorfendum leyst ekki á blikuna eftir því sem lengra leið frá slysinu og eldhafið hélt kröftugt árfam. Skyndilega birtist Grosjean úr hafin og klifraði yfir  vegginn með aðstoð brautarvarða og greinilega meiddur. Telst hann eflaust heppinn í  meira lagi að sleppa lifandi úr vítiseldinum.

Lítið var eftir af bíl Grosjean en nóg til að …
Lítið var eftir af bíl Grosjean en nóg til að bjarga honum úr bálinu í Barein. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert