Mónakóinn á ráspól í Singapúr

Charles Leclerc byrjar fremstur.
Charles Leclerc byrjar fremstur. AFP/Lillian Suwanrumpha

Mónakóinn Charles Leclerc byrjar fyrstur í rásröðinni í Formúlu 1 kappakstrinum í Singapúr í dag, eftir sigur í tímatökunni í gær.

Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, hafði að lokum betur eftir æsispennandi keppni við Sergio Pérez á Red Bull og Lewis Hamilton á Mercedes. Carlos Sainz, liðsfélagi Leclercs, byrjar fjórði.

Max Verstappen, ríkjandi meistari og forystusauðurinn í keppni ökuþóra, byrjar áttundi vegna mistaka hjá liði hans í gær.

Red Bull-bíll Hollendingsins var næstum orðinn bensínlaus þegar hann var á fleygiferð á sínum síðasta hring í tímatökunni og því varð að hætta við hringinn á síðustu stundu.

Með hagstæðum úrslitum í keppninni í dag getur Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn, þrátt fyrir að fimm keppnir séu eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert