„Þetta var bara fyrri hálfleikur“

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði eina mark Íslands í Dublin í dag …
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði eina mark Íslands í Dublin í dag á fyrstu mínútu leiksins. mbl.is/Golli

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu lét greinilega vel í sér heyra á hliðarlínunni í dag þegar Ísland og Írland gerðu 1:1-jafntefli í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM því hann var ansi hás þegar mbl.is náði tali af honum. Hann sagði úrslitin ágæt.

„Það var náttúrulega gott að ná að skora á útivelli, það gæti skilað miklu, en þetta var bara fyrri hálfleikur og sá seinni er sem betur fer á okkar heimavelli,“ sagði Sigurður Ragnar.

„Þetta eru nokkuð sanngjörn úrslit bara, bæði liðin fengu færi til að skora fleiri mörk, og vonandi fáum við bara góðan stuðning frá landsmönnum í úrslitaleiknum á fimmtudaginn,“ bætti hann við.

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar og leikmenn íslenska liðsins í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert