Fórnarlamba minnst með mínútu þögn

Úr landsleik Fílabeinsstrandarinnar og Malawi, þar sem 19 áhorfendur létu …
Úr landsleik Fílabeinsstrandarinnar og Malawi, þar sem 19 áhorfendur létu lífið. Reuters

Haldin verður mínútuþögn í öllum landsleikjum kvöldsins og morgundagsins, til minningar um hin 19 fórnarlömb sem létu lífið í troðningnum sem myndaðist á landsleik Fílabeinsstrandarinnar og Malawi í gær.

„Mínútuþögnin er virðingarvottur fyrir Afrísku fótboltafjölskylduna og til minningar um þá sem létust á leikvanginum í Abidjan,“ sagði í tilkynningu frá FIFA, alþjóð knattspyrnusambandinu, en sambandið hefur hafið rannsókn á slysinu 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert