Staddur á lélegri bíómynd?

Leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals á lokahófi KSÍ.
Leikmenn Íslandsmeistaraliðs Vals á lokahófi KSÍ. Ómar Óskarsson

Besta knattspyrnufólk landsins var krýnt á samkomu í Háskólabíó í fyrrakvöld þar sem FH-ingurinn Atli Guðnason og Valsarinn Katrín Jónsson voru útnefnd knattspyrnumaður og -kona ársins og það verðskuldað að flestra mati. Ákveðið var í haust að breyta út af venjunni og í stað þess að halda veglegt lokahóf með pompi og prakt á Hótel Íslandi var boðað til samkomu á mánudagseftirmiðdegi í Háskólabíói.

Kannski má segja að lokahófið á Hótel Íslandi og sú umgjörð sem þar hefur verið um árabil hafi verið orðið barn síns tíma en sú umgjörð sem boðið var upp á samkomunni í Háskólabíó í fyrrakvöld var hreint út sagt ansi döpur og hálfgerð óvirðing við það knattspyrnufólk sem tók á móti viðurkenningum sínum.

Lesa má pistil Guðmundar Hilmarssonar í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert