Rúrik fékk vítaspyrnu og FC Köbenhavn vann

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. AFP

FC Köbenhavn vann í kvöld mikilvægan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið hrósaði 1:0 sigri á útivelli gegn Vestsjælland.

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FC Köbenhavn en var skipt útaf á 68. mínútu leiksins en Rúrik fékk vítaspyrnu á 40. mínútu sem Andreas Cornelius skoraði úr.

AaB er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 52 stig, Midtjylland er í öðru sæti með 45 og FC Köbenhavn er í þriðja sætinu, einnig með 45 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert