Ronaldo vonast til að spila gegn Bayern

Cristiano Ronaldo á æfingu með Real Madrid.
Cristiano Ronaldo á æfingu með Real Madrid. AFP

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur hafið æfingar á ný með Real Madríd á Spáni. Ronaldo hefur misst af síðustu fjórum leikjum Real vegna hnémeiðsla og vegna meiðsla í vöðva á fæti. Hann var því meðal annars fjarri góðu gamni þegar Real Madríd varð spænskur bikarmeistari fyrr í vikunni eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik spænska konungsbikarsins.

Ronaldo vonast til þess að ná í það minnsta að spila í nokkrar mínútur í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Bayern München á miðvikudagskvöld.

Þá er Brasilíumaðurinn Marcelo einnig kominn á ferðina á ný eftir meiðsli hjá Real Madríd. Þó ekki sé útséð um það hvort tvímenningarnir geti tekið einhvern þátt í leiknum gegn Bayern á miðvikudag eru það þó allavega gleðitíðindi við Real Madríd að þeir séu farnir að æfa á fullu á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert