„Hef góða tilfinningu fyrir seinni leiknum“

Philipp Lahm í baráttu við Isco (R) vies with Bayern …
Philipp Lahm í baráttu við Isco (R) vies with Bayern Munich's defender Philipp Lahm during the UEFA Champions League semifinal first leg football match Real Madrid CF vs FC Bayern Munchen at the Santiago Bernabeu stadium in Madrid on April 23, 2014. AFP PHOTO/ GERARD JULIEN AFP

Philipp Lahm fyrirliði Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern München segir að liðið eigi góða möguleika á að komast í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þrátt fyrir 1:0 tap gegn Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leikurinn komst aldrei á neitt flug en það var Frakkinn Karim Benzema sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

„Við höfum alla möguleika á vinna seinni leikinn með tveggja marka mun á okkar heimavelli,“ sagði hinn 30 ára gamli Lahm, sem lék á miðjunni með Bæjurum í kvöld.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum í München í næstu viku. Okkur skorti smá heppni í leiknum í kvöld og að að búa eitthvað til í sókninni en það kemur í seinn leiknum,“ sagði Lahm.

Real Madrid's midfielder Isco á Santiago Bernabeu í kvöld.
Real Madrid's midfielder Isco á Santiago Bernabeu í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert