Van Nistelrooy aðstoðar Hiddink

Ruud Van Nistelrooy skoraði ófá mörkin á sínum tíma sem …
Ruud Van Nistelrooy skoraði ófá mörkin á sínum tíma sem leikmaður.

Hollenska knattspyrnusambandið hefur samið við gamla refinn Ruud van Nistelrooy um að vera nýráðnum landsliðsþjálfara, Guus Hiddink, til halds og traust með liðið.

Van Nistelrooy verður því með í för þegar Holland kemur hingað til lands og mætir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM þann 13. október.

Hinn 38 ára gamli fyrrum framherji Manchester United og Real Madrid skoraði 35 mörk í 70 landsleikjum á sínum tíma, en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1998 og þann síðasta fyrir þremur árum.

Hiddink er við stjórnvölinn hjá Hollendingum í annað sinn, en hann var einnig landsliðsþjálfari á árunum 1995-1998.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert