Enn einn brasilíski bakvörðurinn til Barcelona

Douglas Pereira.
Douglas Pereira. Ljósmynd/fcbarcelona.com

Brasilískir bakverðir er eitthvað sem forráðamönnum Barcelona fellur vel í geð. Félagið hefur nú samið við Brasilíumanninn Douglas Pereira og verður hann sjötti brasilíski bakvörðurinn sem klæðist búningi Barcelona á þessari öld.

Douglas, sem er 24 ára gamall, kemur til Börsunga frá brasilíska liðinu Sao Paulo en þeir fimm brasilísku bakverðir sem hafa verið í herbúðum Katalóníuliðsins eru: Juliano Belletti, Sylvinho, Maxwell Scherrer, Adriano Correia og Dani Alves. Saman hafa þeir unnið 50 titla með félaginu.

Samningur Pereira verður til fimm ára en Barcelona greiðir í byrjun 4 milljónir evra fyrir leikmanninn en sú upphæð hækkar um eina og hálfa milljón evra við tiltekinn fjölda leikja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert