Tévez enn úti í kuldanum

Carlos Tévez fagnar sigurmarkinu gegn AC Milan á laugardaginn með …
Carlos Tévez fagnar sigurmarkinu gegn AC Milan á laugardaginn með snuð í munninum. AFP

Carlos Tévez framherji Ítalíumeistara Juventus verður enn og aftur að sætta sig við að vera ekki valinn í argentínska landsliðið í knattspyrnu.

Tévez hefur verið úti í kuldanum meira en þrjú ár en argentínskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að líklega myndi Tévez hljóta náð fyrir augum Gerardo Martino sem á dögunum tók við þjálfun landsliðsins.

Í dag valdi Martino landsliðshóp sinn sem mætir Brasilíumönnum í tveimur vináttuleikjum sem fram fara í Hong Kong 11. og 14. október. Engann Carlos Tévez er þar að finna en framherjarnir sem Martini valdi voru þeir:  Lionel Messi (Barcellona) Gonzalo Higuain (Napoli) Sergio Agüero (Manchester City) Erik Lamela (Tottenham).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert