Suárez ætlar að enda ferilinn hjá Barcelona

Luis Suárz.
Luis Suárz. AFP

Úrúgvæinn Luis Suárez segist ætla að ljúka fótboltaferli sínum hjá Barcelona en framherjinn snjalli gekk í raðir félagsins í sumar frá Liverpool.

Suárez er enn að afplána fjögurra mánaða keppnisbann sem hann var úrskurðaður í eftir að hann beit andstæðing sinn á HM í sumar. Bannið er að renna úr gildi og hann getur spilað sinn fyrsta alvöruleik með Barcelona á laugardaginn. Þá er enginn smáleikur á dagskrá en Börsungar sækja þá Real Madrid heim í El Clasíco.

„Fyrst ég fékk tækifæri til að enda feril minn í Barcelona þá mun ég gera það,“ sagði Suárez við spænska blaðið Marca.

Fastlega er búist við því að Suárez byrji á bekknum en líklegt er að hann fái að spreyta sig gegn Evrópumeisturunum.

„Við erum búnir að bíða lengi eftir endurkomu Luis og hann mun styrkja lið okkar til muna. Hann er frábær framherji sem mun skora mörg mörk,“ segir argentínski snillingurinn Lioel Messi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert