Suárez skiptir ekki máli

Luis Suárez á æfingu Barcelona í morgun.
Luis Suárez á æfingu Barcelona í morgun. AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að það skipti sig ekki nokkru máli hvort Luis Suárez verði í liði Barcelona á morgun þegar stórveldin tvö mætast í risaslagnum í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Keppnisbann Suárez frá því í sumar er nú runnið út og hann er gjaldgengur í leikinn á morgun en Barcelona keypti Úrúgvæjann marksækna af Liverpool í sumar.

„Hann breytir á engan hátt okkar hugmyndafræði, við breytum engu út frá því hvort Suárez spilar eða ekki,“ sagði Ancelotti á fréttamannafundi í dag og bætti við: „Enginn leikur í heiminum býður upp á önnur eins gæði og þessi. Ég er búinn að velta honum mikið fyrir mér og hvernig ég geti komið á óvart með okkar uppstillingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert