Ronaldo kominn í 20 mörk

Cristiano Ronaldo fagnar fyrra marki sínu gegn Eibar.
Cristiano Ronaldo fagnar fyrra marki sínu gegn Eibar. AFP

Cristiano Ronaldo skoraði tvö marka Real Madrid í dag þegar liðið vann 4:0-sigur á Eibar og styrkti stöðu sína á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu.

James Rodríguez og Ronaldo skoruðu mörk Real í fyrri hálfleik og Karim Benzema bætti við þriðja markinu á 70. mínútu. Ronaldo skoraði svo seinna mark sitt úr vítaspyrnu á 83. mínútu og hefur þar með skorað 20 mörk í spænsku deildinni í vetur en þess má geta að í dag er nóvember.

Real er nú fjórum stigum á undan Atlético Madrid og fimm stigum á undan Barcelona sem á leik til góða við Sevilla sem nú stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert