Rodgers svarar gagnrýninni

Brendan Rodgers á hliðarlínunni í kvöld.
Brendan Rodgers á hliðarlínunni í kvöld. AFP

„Við erum vonsviknir að hafa fengið á okkur þetta mark en það skiptir ekki máli núna. Við þurfum að vinna Basel í lokaleiknum. En við sýndum mikla þrautseigju og skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Brendan Rodgers nokkuð sáttur eftir 2:2 jafnteflið gegn Ludogorets í kvöld í Meistaradeildinni.

„Ég valdi leikmenn sem ég veit hvað geta. Með tímanum munu nýju leikmennirnir aðlagast okkar spili. Úrslitin í kvöld eru góð fyrir sjálfstraustið okkar því það er virkilega erfitt að spila á móti Ludogorets,“ sagði Rodgers aðspurður um leikmannahóp sinn. 

Rodgers var virkilega ánægður með samheldnina og karakterinn í liðinu í kvöld og er þar líklega að svara gagnrýni Jamie Carragher sem talaði um andleysi í Liverpool-liðinu á dögunum.

„Það þarf að hafa samheldið lið til þess að koma til baka. Sérstaklega eftir að hafa lent undir svona snemma. Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta kvöld ætti að breyta tímabilinu hjá okkur og því þurftum við að sýna karakter,“ sagði Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert