Real Madrid vann heimsmeistaratitilinn

Evrópumeistarar Real Madrid tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitil félagsliða í knattspyrnu þegar liðið sigraði argentínska liðið San Lorenzo, 2:0, í úrslitaleik í Marrakesh í Marokkó.

Sergio Ramos skoraði fyrra mark Madridarliðsins með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu og Walesverjinn Gareth Bale innsiglaði sigurinn með marki á 51. mínútu en Real Madrid var sterkari aðilinn allan tímann og hefði getað unnið stærri sigur.

Þetta er í sjöunda sinn á átta árum sem fulltrúi Evrópu vinnur keppnina. Chelsea er eini Evrópumeistarinn frá 2007 sem hefur ekki tekist að hampa heimsbikar félagsliða.

<br/><br/>
Real Madrid er heimsmeistari félagsliða.
Real Madrid er heimsmeistari félagsliða. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert