Afarkostir danska sambandsins innihaldslaus hótun

Morten Olsen er landsliðsþjálfari Dana.
Morten Olsen er landsliðsþjálfari Dana. AFP

Nýjar viðræður eru farnar af stað milli danska knattspyrnusambandsins og dönsku leikmannasamtakanna en sambandið setti leikmönnum afarkosti um að skrifa undir samkomulag sem fól í sér að semja ætti um launagreiðslur við hvern og leikmann einstaklingsbundið.

Nú hefur sambandið hins vegar dregið þá afarkosti til baka en þetta kemur fram í frétt Berlingske um málið. 

Fréttir á föstudag kváðu á um að dansk­ir landsliðsmenn ásamt sam­tök­um knatt­spyrnu­mannaættu í deil­um við danska knatt­spyrnu­sam­bandið tilkynnti að lækka ætti launa­greiðslur til leik­manna fyr­ir lands­leiki um 17 pró­sent.

„Við erum ánægðir þar sem við getum nú haldið áfram með samningaviðræðum um nýja samninga við landsliðsmenn sem heild, og á það við um bæði kvenna- og karlanlandsliðin sem og U21 árs landsliðin,“ sagði Thomas Lindrup formaður leikmannasamtakanna.

„Þetta er og mun verða leiðinleg staða þegar við náum ekki samningum við landsliðsmenn. Við höfum því hlustað á fleiri raddir til þess að geta setist aftur við samningaborðið. Við höfum nú þegar skipulagt nokkra fundi með leikmannasamtökunum og vonumst til að leysa málið fljótt,“ sagði Bretton-Meyer framkvæmdarstjóri danska knattspyrnusambandsins.

Líkt og fyrr segir fólust einstaklingsbundnir samningar í nýjum samningi og segðu leikmenn ekki já, mættu þeir ekki spila fyrir landsliðið næstu sex mánuðina. Mikil andstaða kom upp vegna þessa háttalags danska knattspyrnusambandsins og virðast afarkostirnir hafa verið innihaldslaus hótun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert