Fyrsta tap Juventus á heimavelli í tæp tvö ár

Mohamed Salah fagnaði marki sínu vel og fór úr treyjunni. …
Mohamed Salah fagnaði marki sínu vel og fór úr treyjunni. Hér er liðsfélagi hans Joaquin að fagna kappanum. EPA

Fiorentina gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti Ítalíumeisturum Juventus á heimavelli þeirra í Tórínó 2:1 í fyrri leik undanúrslita bikarsins þar í landi en Egyptinn Mohamed Salah skoraði bæði mörk gestanna frá Flórens og endaði þar með ótrúlega sigurgöngu félagsins á heimavelli en liðið hafði ekki tapað á Juventus-vellinum í tæp tvö ár.

Salah sem er á láni hjá þeim fjólubláu frá Lundúnafélaginu Chelsea og hefur nú skorað sex mörk fyrir félagið í sjö leikjum en hann gerði aðeins tvö mörk fyrir Chelsea í 18 leikjum.

Fernando Llorente skoraði mark Juventus í leiknum sem á fyrir höndum erfiðan útileik í Flórens.

Þetta var fyrsta tap Juventus á heimavelli á leiktíðinni en fyrir leikinn í kvöld hafði liðið ekki tapað í 42 leikjum í röð; 38 sigrar og fjögur töp, ótrúlegar tölur. Síðasta lið til að vinna Juventus á heimavelli var Bayern München í apríl árið 2013.

Þá hafði liðið einnig spilað 13 leiki án þess að tapa í öllum keppnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert