Þennan þurfti Mourinho ekki (myndskeið)

Mohamed Salah skorar gegn Juventus í kvöld.
Mohamed Salah skorar gegn Juventus í kvöld. AFP

Mohamed Salah var maðurinn á bakvið fyrsta tap Juventus á heimavelli í tæp tvö ár en hann skoraði bæði mörk Fiorentina í 2:1-sigri á Juventus í ítölsku bikarkeppninni í kvöld.

Salah er á láni hjá Fiorentina frá Chelsea og hefur skorað sex mörk í sjö leikjum fyrir þá fjólubláu. Fyrra mark hans í kvöld var afar laglegt en Salah tók við boltanum á eigin vallarhelmingi, geystist fram völlinn og skoraði.

Myndskeið sem sýnir frammistöðu Salah í kvöld má sjá hér að neðan en fyrra markið kemur eftir 20 sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert